ÞAKEFNI - TRAPISA
Trapisa 45 er trapisuvölsuð plata 45mm á hæðina. Trapisa 45 er notuð sem klæðning bæði á veggi og þök og hefur verið vinsæl til notkunar á stærri byggingar eins og til að mynda iðnaðarhúsnæði, útihús og skemmur.
Hægt er að nota trapisu 45 bæði sem lárétta og lóðrétta klæðningu þegar klæða skal veggi.
Hægt er að valsa trapisu 45 á tvo vegu, þ.e. á réttunni eða á hvolfi, með hábáruna breiða og lágbáruna mjóa eða öfugt.
Málmtækni býður upp á fjölbreytt úrval af báruklæðningum og er hægt að koma við hjá til að skoða sýnishorn af slíkum klæðningum, eða óska eftir að fá sýnishorn send í gegnum sala@mt.is
EFNIS UPPLÝSINGAR
Efni: Stál
Þykkt: 0,5 – 0,6 mm
Ómálað: Aluzink – galvaniserað
Litað/húðað: Polyester – plastisol – ATH, ekki Green Coat/plexipolyester
Efni: Ál
Þykkt: 0,7-1,0
Litað/húðað:PVDF
TRAPISU KLÆÐNING - DIAGRAM
FESTINGAR FYRIR TRAPISU KLÆÐNINGAR
Mælt með að nota 12-14 festingar (þaksaum eða skrúfur) á hvern fermetra í þakklæðningu. Eins er mælt með 10-12 festingum þegar veggir eru klæddir. Platan er 960 mm en klæðningarbreiddin er 900 mm þegar hún hefur verið sköruð.
OPNUNARTÍMI
Mánudagar-Fimmtudagar
08:00-17:00
Föstudagar
08:00-17:00
Helgar
Lokað